Styrmir Snær Þrastarson og Davidson Wildcats lögðu Delaware Blue Hens í opnunarleik tímabils síns í bandaríska háskólaboltanum í nótt, 71-93.

Leikurinn sá fyrsti sem Styrmir tekur þátt í fyrir skólann í deildinni, en á tveimur mínútum spiluðum skilaði hann tveimur fráköstum.

Næsti leikur Davidson er gegn San Francisco Dons komandi sunnudag 14. nóvember.

Tölfræði leiks