Sigur hjá Þórönnu

Þóranna Kika Hodge-Carr og félagar í Iona háskólanum sigruðu Winthrop í gær 67-45. Þóranna átti fínan leik, setti niður 3 af 4 skotum og skoraði 7 stig ásamt því að stela 4 boltum á um 26 mínútum.

Næsti leikur Iona er 16 nóvember næstkomandi er liðið mætir Massachusetts.

Tölfræði leiksins