Íslenska kvennalandsliðið hefur leik á morgun í undankeppni EuroBasket 2023 með leik gegn heimakonum í Rúmeníu.

Leikurinn er kl. 16:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á RÚV.

Liðið ferðast svo heim á föstudaginn og leikur heima í Ólafssal gegn Ungverjalandi sunnudaginn 14. nóvember kl. 20:00.

Hérna er heimasíða mótsins

Subwaydeildin á Instagram tekur forskot á sæluna í dag og er með þær systur og leikmenn liðsins Söru Rún og Bríeti Sif Hinriksdætur í takeover á reikningi sínum, þar sem þær munu gefa fylgjendum innsýn í daginn og veginn í Rúmeníu og hvernig liðið undirbýr sig fyrir leik morgundagsins.

Hérna er Subwaydeildin á Instagram