Íslenska kvennalandsliðið hefur leik á morgun í undankeppni EuroBasket 2023 með leik gegn heimakonum í Rúmeníu.

Leikurinn er kl. 16:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á RÚV.

Liðið ferðast svo heim á föstudaginn og leikur heima í Ólafssal gegn Ungverjalandi sunnudaginn 14. nóvember kl. 20:00.

Hérna er heimasíða mótsins

Karfan heyrði í Ólafi Jónasi Sigurðssyni aðstoðarþjálfara liðsins fyrr í dag og spurði hann út í hvernig fari um liðið í Rúmeníu, hvernig stemningin sé fyrir leik morgundagsins og hvernig sé að koma nýr inn í þjálfarateymi liðsins.