Njarðvík lagði heimakonur í Fjölni í kvöld í Subway deild kvenna, 64-71. Eftir leikinn er Njarðvík í efsta sæti deildarinnar með 14 stig á meðan að Fjölnir er í 4. sætinu með 10 stig.

Gangur leiks

Leikurinn fór hægt af stað í kvöld í Grafarvoginum en heimastúlkur þó skrefinu á undan. Liðin hittu illa og var sóknarleikur beggja liða stirður á hálfum velli. Njarðvíkingar töpuðu boltanum 7 sinnum en Fjölnir hefði getað nýtt sér það betur. Staðan 15-13 eftir fyrsta leikhluta Fjölni í vil. Njarðvíkingar settu 8 fyrstu stig annars leikhluta og virtust búnar að hrista af sér byrjunarhrollinn. Aliyah hitnaði hjá Njarðvíkingum og fór fyrir sínu liði. Þjáfari Fjölnis tók leikhlé eftir einungis eina og hélfa mínútu sem virtist skila sínu því Fjölnir svaraði áhlaupi Njarvíkinga og leikurinn jafnaðist. Aliyah komst á skrið fyrir Fjölni og leiddi lið sitt bæði í vörn og sókn. Emma Sóldís setti fallegan hraðaupphlaupsþrist fyrir Fjölni þegar hálf mínútan lifði af fyrri hálfleik en Lavina svaraði fyrir Njarðvíkinga með 4 stigum. Staðan 36-31 í hálfleik.


Seinni hálfleikur fór svipað af stað og sá fyrri. Liðunum gekk illa að skora en þegar þriðji leikhluti var hálfnaður voru aðeins komin komin 6 stig á töfluna, öll Njarðvíkinga. Njarðvíkingar leiddu 45-49 fyrir lokaleikhlutann þar sem Lavina og Aliyah fóru fyrir sínu liði. Bæði lið hittu vel i upphafi fjórða leikhluta og stefndi í æsilegar lokamínútur. Staðan var 60-65 þegar ein og hálf lifði leiks og Fjölnir með boltann. Dagný skoraði inn í teig og staðan þá 62-65. Aliyah minnkaði svo muninn í eitt stig en ásetnigsvilla á Fjölni ísaði leikinn og Njarðvíkingar fóru með sigur af hólmi. Lokatölur 64-71.


Tölfræðin lýgur ekki

Leikurinn var á köflum illa leikinn af báðum liðum en engu að síður hin mesta skemmtun. Njarðvíkingar töpuðu boltanum 24 sinnum en Fjölnir 10 sinnum. Frákastayfirburðir Njarðvíkinga bættu fyrir þessa töpuðu bolta þar sem þær tóku 61 frákast en Fjölnir 36.

Atkvæðamestar


Hjá Fjölni var Aliyah best í kvöld með 28/7/4 tölfræðilínu en talsvert var farið að draga af henni undir lok leiksins. Sanja átti ágætan dag með 19/7/3 tölfræðilínu. Dagný var einnig flott í kvöld þó svo að hún skoraði ekki mikið en hún barðist vel í vörn og var oft óheppin í sókn.


Aliyah (28/14/3) og Lavina (18/19/3) voru flottar í kvöld fyrir Njarðvík og virtist Fjölnir aldrei hafa svör við leik þeirra.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Bára Dröfn)

Umfjöllun / Árni Rúnar

Viðtöl frá Fjölnir Karfa FB