Martin Hermannsson mun ekki leika með Íslandi gegn heimamönnum í Rússlandi í dag samkvæmt tilkynningu Körfuknattleikssambandsins.

Mun það vera eftir ráðleggingu sjúkraþjálfara liðsins í samráði við Martin og þjálfarateymið að hann verði hvíldur vegna meiðsla sem hann er að glíma við í kálfa eftir leikinn gegn Hollandi.


Það verða því 11 leikmenn Íslands sem spila leikinn sem hefst núna kl. 17:00 að íslenskum tíma og er í beinni á RÚV2.