Skallagrímur hefur samið við hina þýsku Leonie Edringer um að leika með liðinu í Subway deild kvenna. Leonie er reynslumikill leikmaður sem lék með AB Contern í Lúxemborg á síðustu leiktíð þar sem hún var með 14,3 stig og 10,5 fráköst að meðaltali í leik. Hún er 185 cm á hæð og spilar stöðu kraftframherja og miðherja.

Leonie lék háskólabolta með Boise State University og Adelphi University en á lokaári sínu var hún með 15,1 stig og 9,6 fráköst að meðaltali í leik. Áður en hún hélt til Bandaríkjana lék hún í heimalandinu með DJK/MJC Trier og TV Saarlouis Royals.