Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik ferðaðist út í gær til Búkarest í Rúmeníu en þar kemur liðið saman til æfinga fyrir leiki gegn heimakonum komandi fimmtudag í undankeppni HM 2023.

Ein reyting er á þeim hóp sem tilkynntur var í síðustu viku, en Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir úr Fjölni kemur inn sem nýliði í hópinn fyrir Helenu Sverrisdóttur sem er meidd.

Hópurinn er því þannig skipaður:

Nafn · Lið (Landsleikir)
Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík (Nýliði)
Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur (2)
Bríet Sif Hinriksdóttir · Haukar (6)
Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur (8)
Dagný Lísa Davíðsdóttir · Fjölnir (Nýliði)
Embla Kristínardóttir · Skallagrímur (21)
Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir · Fjölnir (Nýliði)
Elísabeth Ýr Ægisdóttir · Haukar (Nýliði)
Hallveig Jónsdóttir · Valur (25)
Lovísa Björt Henningsdóttir · Haukar (6)
Sara Rún Hinriksdóttir · Phoenix Constanta, Rúmenía (23)
Þóra Kristín Jónsdóttir · AKS Falcon, Danmörk (21)

Heimasíða keppninnar