EEXX sport Ireland Senior Men vs Luxembourg at The Mardyke Arena, UCC on Saturday June 23rd 2018. Pic; Larry Cummins. Jordan Blount, Ireland in action against Luxembourg.

Fyrstu deildar lið Sindra hefur samið við framherjann Jordan Connors um að leika með liðinu á yfirstandandi tímabili.

Jordan kemur til liðsins frá Subway deildar félagi Þórs Akureyri, en með þeim lék hann aðeins einn leik áður en hann meiddist og félagið sagði upp samning við hann.

Jordan er 24 ára, 203 cm framherji/miðherji sem leikið hefur fyrir írska landsliðið, en síðasta tímabili var hann með Aquimisa Carbajosa í Leb Silver deildinni á Spáni.

Sindri er sem stendur í þriðja sæti fyrstu deildarinnar, með sex sigra og tvö töp það sem af er tímabili.