Íslandsmeistarar Þórs lögðu nafna sína frá Akureyri í kvöld í 7. umferð Subway deildar karla, 110-81.

Eftir leikinn eru Þórsarar í efsta sæti deildarinnar með sex sigra og eitt tap á meðan að Þór Akureyri er á hinum enda töflunnar, enn án sigur eftir fyrstu sjö umferðirnar.

Atkvæðamestir fyrir heimamenn í leiknum voru Ronaldas Rutkauskas með 8 stig, 21 frákast, 4 stolna bolta og Glynn Watson með 24 stig og 12 stoðsendingar.

Fyrir gestina frá Akureyri var það Atle Bouna Black Ndiaye sem dró vagninn með 25 stig og 7 fráköst, þá bætti Dúi Þór Jónsson við 16 stigum og 7 stoðsendingum.

Tölfræði leiks