Ísland mætir Rússlandi í Sankti Pétursborg í kvöld í öðrum leik sínum í undankeppni HM 2023.

Bæði Rússland og Ísland unnu leiki sína á fyrsta leikdegi, Rússland lagði Ítalíu og Ísland lið Hollands.

Nokkur munur er á liðunum á heimslista FIBA, þar sem að Rússland situr í 11. sæti Evrópu á meðan að Ísland er í 25. sæti álfunnar.

Leikur kvöldsins hefst kl. 17:00 og verður í beinni útsendingu á RÚV2.

Hérna verður hægt að fylgjast með lifandi tölfræði