ÍR lagði Þór Akureyri fyrr í kvöld í 5. umferð Subway deildar karla, 86-61.

Fyrir leikinn voru liðin bæði sigurlaus, en með sigrinum lyfti ÍR sér upp í 10. sæti deildarinnar á meðan að Þór er í 12. sætinu.

Heimamenn í ÍR byrjuði leik kvöldsins betur. Leiddu eftir fyrsta leikhluta með 8 stigum, 26-18 og þegar í hálfleik var komið höfðu þeir komið forystunni í 24 stig, 57-33. Þórsarar koma svo aðeins betur stemmdir inn í seinni hálfleikinn, en ná þó lítið að vinna á forskoti heimamanna, staðan 72-50 fyrir lokaleikhlutann. Undir lokin sigla heimamenn mjög svo öruggum 25 stiga sigur í höfn, 86-61.

Atkvæðamestur fyrir heimamenn í leiknum var Sigvaldi Eggertsson með 25 stig og 7 fráköst. Þá bætti Shakir Smith við 8 stigum og 12 stoðsendingum.

Fyrir gestina frá Akureyri voru Ragnar Ágústsson og Dúi Þór Jónsson atkvæðamestir. Ragnar með 7 stig, 13 fráköst og Dúi Þór 12 stig og 5 stoðsendingar.

Tölfræði leiks

Myndasafn (væntanlegt)