Martin Hermannsson og Valencia lögðu í kvöld Bilbao í ACB deildinni á Spáni, 100-84.

Um var að ræða nokkra endurkomu hjá Valencia sem voru 16 stigum undir í hálfleik, 41-57.

Með sigrinum færist Valencia upp í 5. sæti deildarinnar, nú með sjö sigra og fjögur töp það sem af er tímabili.

Á um 18 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Martin 7 stigum, 2 fráköstum, 4 stoðsendingum og stolnum bolta.

Næsti leikur Valencia í deildinni er eftir landsleikjahléið, þann 4. desember gegn Urbas Fuenlabrada.

Tölfræði leiks