Elvar Már Friðriksson og Antwerp Giants máttu þola tap í kvöld fyrir Sporting í FIBA Europe Cup, 77-53.

Tapið var það fyrsta hjá Giants í keppninni, en áður höfðu þeir unnið þrjá leiki.

Á tæpum 25 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Elvar Már 3 stigum, 2 fráköstum og stoðsendingu.

Næsti leikur Elvars og Giants í keppninni er þann 9. nóvember gegn Ionikos.

Tölfræði leiks