Elvar Már Friðriksson og Antwerp Giants máttu þola tap í kvöld fyrir Belfius Mons í lokaleik riðlakeppni FIBA Europe Cup, 86-82.

Giants höfðu þegar tryggt sig áfram í næstu umferð keppninnar, en þeir enduðu í öðru sæti F riðils með þrjá sigra og þrjú töp.

Á rúmum 24 mínútum spiluðum í leik kvöldsins skilaði Elvar 10 stigum, 2 stoðsendingum og 2 stolnum boltum.

Tölfræði leiks