Elvar Már Friðriksson og Antwerp Giants lögðu í kvöld Phoenix Brussles í BNXT deildinni í Belgíu, 80-74.

Eftir leikinn eru Giants í 2.-3. sæti deildarinnar með fimm sigra og tvo tapaða það sem af er tímabili líkt og Belfius Mons.

Á rúmum 29 mínútum spiluðum skilaði Elvar Már 5 stigum, frákasti, 9 stoðsendingum, stolnum bolta og vörðu skoti.

Næsti leikur Giants í deildinni er þann 7. nóvember gegn toppliði Filou Oostende.

Tölfræði leiks