Dimitris Zacharias þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Vestra hefur sagt upp störfum samkvæmt tilkynningu félagsins. Samkvæmt henni baðst Dimitris lausnar og varð félagið við þeirri ósk.

Dimitris tók við liðinu nú í júlí, en það sem af er þessu tímabili hafa þær unnið einn leik og tapað sjö og eru í 8. sæti fyrstu deildarinnar.