Dagur Kár Jónsson og Ourense héldu í toppsæti vesturhluta Leb Plata deildarinnar í dag með 24 stiga sigri á Zamora Enamora, 76-52.

Oursense hafa það sem af er tímabili unnið alla sjö leiki sína, en næst leika þeir gegn Burgos eftir landsleikjahlé þann 4. desember.

Á tæpum 17 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Dagur Kár 8 stigum, 2 fráköstum og 3 stoðsendingum.

Tölfræði leiks