Dagur Kár Jónsson og félagar í Oursense lögðu Gijón í dag í Leb Plata deildinni á Spáni, 79-61.

Eftir leikinn eru Ourense í efsta sæti deildarinnar með fimm sigra og ekkert tap.

Á rúmum 15 mínútum spiluðum var Dagur Kár með 10 stig, frákast og 2 stoðsendingar.

Næsti leikur Ourense er gegn Clavijo þann 14. nóvember.

Tölfræði leiks