Það er iðulega ákveðin spenna fyrir viðureignir erkifjendana Boston Celtics og Los Angeles Lakers í NBA deildinni. Eitt allra stærsta einvígi jarðarinnar í körfuknattleik sama hver staða liðanna er í deildinni. Í gær mættust liðin í TD Garðinum í Boston og þrátt fyrir góða byrjun hjá Lakers voru það heimamenn í Boston sem völtuðu yfir gesti sína og sigruðu að lokum með 130 stigum gegn 108. Jaston Tatum sem hefur farið hægt af stað í vetur setti upp sýningu í myndarlegri tvennu, 37 stig og tók 11 fráköst. Dennis Schroder minnti svo sína gömlu vinnuveitendur á sig þegar hann skoraði 21 stig og stýrði leik Celtics af festu. Anthony Davis reyndi að halda sínum mönnum við efnið með 31 stigi þetta kvöldið en það dugði skammt.

Sjónvarpsmenn hjá NBC stöðinni tóku viðtal eftir leik við Dennis Schroder þar sem þeir “trolluðu” lið Lakers með nettri sneið í skjátexta þar sem þeir hjóu í launaseðil Russell Westbrook sem náði þó að skila 12 stigum þetta kvöldið.