Bragi Guðmundsson hefur skipt úr Grindavík yfir í Hauka og mun leika með Hafnfirðingum í 1. deildinni út leiktíðina.

Samkvæmt Facebook síðu Grindvíkinga óskaði Bragi, sem er 18 ára gamall, eftir því að fá að skipta yfir í Hauka upp á að fá aukinn leiktíma á yfirstandandi keppnistímabili en hann hefur verið með 2,0 stig á 8 mínútum að meðaltali í leik í Subway-deildinni í vetur.