Birna Benónýsdóttir og Binghamton Bearcats lögðu í nótt Mansfiels Mountaineers í bandaríska háskólaboltanum, 104-45.

Það sem af er tímabili hafa Bearcats unnið þrjá leiki og tapað tveimur.

Óhætt er að segja að Birna hafi skilað sínu í leiknum, með 27 stig, 5 fráköst, 2 stoðsendingar og varið skot á aðeins 18 mínútum spiluðum, en hún var 10 af 15 í skotum af vellinum og 3 af 3 af vítalínunni.

Næsti leikur Bearcats er þann 2. desember gegn Fairleigh Dickinson Knights.

Tölfræði leiks

  • ESPN Player mun sýna yfir 2000 leiki í vetur
  • Fylgstu með með því að gerast áskrifandi hér: https://bit.ly/ESPNKarfan
  • Öllum nýjum áskriftum fylgir 7 daga frí prufa
  • ESPN Player smáforritið er aðgengilegt á spjaldtölvum, símum og Android Tv
  • ESPN Player er aðeins á ensku