Andrée með 24 stig í sigri gegn Westerstede

Andrée Michelsson og BBC Rendsburg Twisters lögðu Baskets Juniors TSG Westerstede fyrr í kvöld í Regionalliga Nord í Þýskaland, 100-91.

Eftir leikinn eru twisters í 8.-10 sæti deildarinnar með þrjá sigra og fimm töp það sem af er tímabili.

Andrée var sem áður atkvæðamikill í liði Twisters, skilaði 24 stigum, 4 fráköstum, 5 stoðsendingum og 2 stoðsendingum.

Næsti leikur Twisters er þann 13. nóvember gegn Red Devils Bramsche.

Tölfræði leiks