Sjötta umferð Subway deildar kvenna fór af stað í kvöld með þremur leikjum.

Öll lið deildarinnar áttu leik nema Valur og Haukar, en leikur þeirra frestaðist vegna þátttöku Hauka í Fiba EuroCup þar sem þær eiga leik á morgun.

Í Borgarnesi lagði Njarðvík heimakonur í Skallagrím, Keflavík vann Breiðablik í Blue Höllinni og í Dalhúsum báru heimakonur í Fjölni sigurorð af Grindavík.

Staðan í deildinni

Leikir dagsins

Subway deild kvenna

Skallagrímur 31 – 86 Njarðvík

Keflavík 80 – 59 Breiðablik

Fjölnir 89 – 84 Grindavík