Tryggvi Snær Hlinason og Casademont Zaragoza máttu þola tap í fyrsta leik riðlakeppni þessa árs í FIBA Europe Cup fyrir Avtodor Saratov í Rússlandi, 100-80.

Tryggvi Snær hafði frekar hægt um sig í leiknum. Á rúmum 11 mínútum spiluðum skilaði hann frákasti, toðsendingu og vörðu skoti.

Næsti leikur Zaragoza í keppninni er næsta miðvikudag 20. október gegn Hapoel Gilboa í Ísrael.

Tölfræði leiks