Í kvöld kl. 19:15 mun Höttur taka á móti ÍA í MVA höllinni á Egilsstöðum í fyrstu deild karla.

Leikurinn er styrktarleikur fyrir fjölskyldu Birnu Bjarkar Reynisdóttur, en ekki aðeins mun allur ágóði miðasölu renna til fjölskyldunnar, einnig mun liðið spila í sérstökum búningum sem verða boðnir upp eftir leik. Allar frekari upplýsingar um hvernig taka megi þátt í söfnuninni er að finna hér fyrir neðan í færslu Hattar á Facebook.