Dominykas Milka ræðir við goðsögnina Brenton Birmingham um að verða að körfuboltamanni í New York, en bæði hann og Dominykas ólust upp í borginni. Þá ræðir hann einnig hvernig það var að leika fyrir framhals- og háskólalið þar og margt fleira.

Viðtalinu við Brenton var skipt upp í tvo hluta, en í þeim seinni, sem verður aðgengileg seinna í vikunni, ræðir hann atvinnumannaferilinn.

Social Chameleon mun koma reglulega út í vetur, en í því mun Dominykas ræða við áhugavert fólk bæði um hin ýmsu málefni sem snerta körfuknattleik, sem og málefni líðandi stundar.

Social Chameleon er í boði Kristalls, Lykils og Subway.

Með Dominykas er sem áður ritstjóri Körfunnar Davíð Eldur.

Hlustendum er bent á Instagram síðu þáttarins fyrir tillögur að skemmtilegu efni, sem og til þess að senda inn spurningar, en hún er aðgengileg hér.