Dominykas Milka ræðir við leikmann Keflavíkur David Okeke um nýtt upphaf á körfuboltaferil sínum eftir þriggja ára fjarveru, hvernig það er að spila gegn þeim bestu í heiminum og hvað honum finnist um að vera kominn til Íslands.

David Okeke með Ítalíu

David lék á sínum tíma fyrir Torino í heimalandinu, sem og ítölskum yngri landsliðum. Með Ítalíu fór hann alla leiðina í úrslitaleik heimsmeistaramóts undir 19 ára, þar sem hann var bæði stiga og frákastahæstur sinna manna gegn gífurlega sterku liði Kanada. Fljótlega eftir það þurfti hann að hætta og hefur meira og minna verið frá síðustu þrjú tímabilin, eða allt þangað til hann fór til Georgíu á síðasta ári, þar sem hann vann meistaratitil á síðasta tímabili með Rustavi.

Social Chameleon mun koma reglulega út í vetur, en í því mun Dominykas ræða við áhugavert fólk bæði um hin ýmsu málefni sem snerta körfuknattleik, sem og málefni líðandi stundar.

Social Chameleon er í boði Kristalls, Lykils og Subway.

Með Dominykas er sem áður ritstjóri Körfunnar Davíð Eldur.

Dominykas Milka í stúdíói Körfunnar

Hlustendum er bent á Instagram síðu þáttarins fyrir tillögur að skemmtilegu efni, sem og til þess að senda inn spurningar, en hún er aðgengileg hér.