Martin Hermannsson og Valencia máttu þola tap í kvöld fyrir Real Madrid í ACB deildinni á Spáni, 79-93.

Það sem af er tímabili hefur Valencia unnið tvo leiki, en tapað þremur og sitja í 11. sæti deildarinnar.

Á rúmum 30 mínútum spiluðum skilaði Martin 20 stigum, 2 fráköstum og 6 stoðsendingum, en hann var framlagshæsti leikmaður liðsins í leiknum.

Háu ljós Martins úr leiknum:

Næsti leikur Valencia í deildinni er komandi laugardag 16. október gegn Burgos.

Tölfræði leiks

Það helsta úr leiknum: