Shanna til ÍR

ÍR hefur samið við Shönnu Dacanay um að spila með liðinu í 1. deild kvenna í vetur.

Shanna kemur upprunalega frá Havaí en hefur leikið hér á landi síðan 2015, lengst af með Haukum en hún hefur tvívegis farið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn með félaginu. Auk Hauka hefur hún leikið með Breiðablik og Stjörnunni.

Hún lék áður með Washington háskólanum í St. Louis í fjögur ár og kláraði feril sinn þar sem þriðji stoðsendingahæsti leikmaðurinn í sögu liðsins.