Landsliðskonan Sara Rún Hinriksdóttir og Phoenix Constanta máttu þola tap í dag fyrir CS Agronomia Bucuresti í rúmensku úrvalsdeildinni, 52-54. Það sem af er tímabili hefur liðið tapað báðum deildarleikjum sínum.

Sem áður var Sara Rún atkvæðamikil fyrir sitt lið í dag, skilaði 9 stigum og 8 fráköstum á tæpum 29 mínútum spiluðum.

Næst eiga Sara og Phoenix leik gegn ACS Sepsi Sic Sfantu Gheorghe komandi föstudag 16. október.

Tölfræði leiks