Sara Rún Hinriksdóttir og Phoenix Constanta unnu sinn annan leik í röð í dag í rúmensku úrvalsdeildinni er liðið lagði Olimpia Brasov, 60-78.

Eftir leikinn er Phoenix í 3. sæti deildarinnar með 7 stig, tvo sigra og þrjú töp það sem af er tímabili.

Á tæpum 24 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Sara Rún 7 stigum, 6 fráköstum og 2 stoðsendingum.

Næsti leikur Phoenix í deildinni er þann 6. nóvember gegn Targu Mures.

Tölfræði leiks