Sara Rún Hinriksdóttir og Phoenix Constansa máttu þola tap í dag í fyrsta deildarleik tímabilsins í Rúmeníu fyrir Cluj, 57-66. Phoenix hafði í tvígang unnið lið Cluj á síðustu vikunni í bikarkeppninni, en náðu ekki að fylgja því eftir í dag.

Líkt og í bikarkeppninni var Sara Rún lykilleikmaður Phoenix í dag. Spilaði allar 40 mínúturnar og skilaði 20 stigum, 8 fráköstum og 3 stoðsendingum.

Tölfræði leiks