Landsliðskonan Sara Rún Hinriksdóttir og stöllur hennar í Phoenix Constanta unnu í dag sinn fyrsta leik í deildarkeppninni í Rúmeníu gegn Municipal Targoviste, 74-64.

Eftir leikinn eru Phoenix í 5. sæti deildarinnar með einn sigur og þrjú töp það sem af er tímabili.

Á tæpum 29 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Sara Rún 15 stigum, 10 fráköstum og 4 stolnum boltum.

Næsti leikur Phoenix er þann 30. október gegn Olimpia Brasov.

Tölfræði leiks