Róbert Sean Birmingham og félagar í ungmennaliði Baskonia lögðu í dag lið Easo Bodegas Muga í EBA deildinni á Spáni, 69-62.

Eftir leikinn er Baskonia sem áður í efstasæti deildarinnar, nú með fimm sigra og tvö töp það sem af er tímabili.

Á rúmum 8 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Róbert Sean 3 stigum, frákasti og stolnum bolta.

Næsti leikur Baskonia í deildinni er þann 7. nóvember gegn Ulacia Zarautz

Tölfræði leiks