Fjórir leikir fóru fram í fyrstu deild kvenna í dag.

Deildin fór af stað í gærkvöldi með einum leik þar sem að Þór Akureyri lagði Ármann.

Í dag lagði ÍR lið Stjörnunnar í TM Hellinum, Aþena vann Vestra á Akranesi, Tindastóll hafði betur gegn Hamar/Þór í Hveragerði og að Meistaravöllum bar Snæfell sigurorð af heimakonum í KR.

Staðan í deildinni

Leikir dagsins

Fyrsta deild kvenna

ÍR 73 – 57 Stjarnan

Aþena 79 – 49 Vestri

Hamar/Þór 76 – 89 Tindastóll

KR 73 – 74 Snæfell