Í hádeginu á morgun mun fara fram kynningafundur fyrir komandi leiktíð í úrvalsdeildum karla og kvenna. Á þeim fundi verður spá þjálfara, fyrirliða og formanna liða í úrvals- og 1. deildum karla og kvenna kynntar, ásamt spá fjölmiðla fyrir úrvalsdeildir karla og kvenna.

Samkvæmt tilkynningu til fjölmiðla verður á sama tíma skrifað undir samning við nýjan samstarfsaðila deildanna, en nú í byrjun sumars tilkynnti Dominos brotthvarf sitt eftir um áratugs samstarf. Hafa deildirnar því verið án nafns í sumar.