Njarðvík kjöldró heimakonur í Skallagrím fyrr í kvöld í Borgarnesi ífyrsta leik 6. umferðar Subway deildar kvenna, 31-86.

Eftir leikinn er Njarðvík á toppi deildarinnar með 10 stig, fimm sigra og eitt tap, á meðan að Skallagrímur er í botnsætinu, enn án sigur eftir fyrstu sex leikina.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikurinn aldrei spennandi. Njarðvík leiddi með 12 stigum eftir fyrsta leikhluta, 6-18. Litu í raun og verunni aldrei til baka. Munurinn 26 stig þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik, 15-41 og 55 stig eftir þrjá leikhluta, 20-75. Að lokum hafði Njarðvík næst öruggasta sigur deildarinnar það sem af er vetri, 55 stig, 31-86.

Atkvæðamest fyrir heimakonur í leiknum var Nikola Nedoroščíková með 11 stig, 3 fráköst, 3 stoðsendingar og 8 stolna bolta.

Fyrir Njarðvík var það Aliyah A’taeya Collier sem dró vagninn með 11 stigum, 11 fráköstum, 7 stoðsendingum og 5 stolnum boltum.

Bæði lið eiga leik næst 3. nóvember. Skallagrímur heimsækir nýliða Grindavíkur og Njarðvík fær granna sína úr Keflavík í heimsókn.

Tölfræði leiks