Njarðvík varð í dag deildarmeistari í 2. deild kvenna.

Deildin er leikin tvisvar á ári, en Njarðvík gefst tækifæri til þess að verja titil sinn næst eftir áramótin, 16. apríl næstkomandi.

Til mótsins í dag ásamt Njarðvík voru mætt lið frá Hetti, Grindavík, Haukum og Hrunamönnum.

Njarðvík vann alla fjóra leiki mótsins með nokkrum yfirburðum, en sigurliðið skipuðu þær Eygló Alexandersdóttir, María Jónsdóttir, Elsa Albertsdóttir, Sigrún Albertsdóttir, Stefanía Bergmann Magnúsdóttir, Dísa Edwards, Erna Hákonardóttir og Elín Inga Ólafsdóttir.