Martin Hermannsson og Valencia máttu þola tap með minnsta mun mögulegum í kvöld fyrir Podgorica í EuroCup, 70-71.

Eftir leikinn er Valencia í 4. sæti B riðils keppninnar með einn sigur og eitt tap það sem af er tímabili.

Á rúmum 17 mínútum spiluðum skilaði Martin 5 stigum, 2 stoðsendingum og stolnum bolta.

Næsti leikur Valencia í keppninni er þann 3. nóvember gegn Gran Canaria.

Tölfræði leiks