Martin Hermannsson og Valencia lögðu Burgos fyrr í kvöld í sjöttu umferð ACB deildarinnar á Spáni, 65-69.

Valencia eru eftir leikinn í 8.-12. sæti deildarinnar með þrjá sigra og þrjú töp það sem af er tímabili.

Á tæpum 28 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Martin 14 stigum, 2 fráköstum og 3 stoðsendingum.

Næsti leikur Valencia í ACB er þann 23. október gegn Morabanc Andorra, en í millitíðinni leika þeir gegn Promitheas Patras þann 19. október í EuroCup.

Tölfræði leiks