Martin Hermannsson og Valencia lögðu Promitheas Patras í fyrsta leik sínum í EuroCup, 92-82.

Á tæpum 26 mínútum spiluðum skilaði Martin 13 stigum, frákasti og 3 stoðsendingum, en hann var næst stigahæstur í liði Valencia á eftir Louis Labeyrie sem setti 23.

Næsti leikur Valencia í EuroCup er þann 27. október gegn Buducnost VOLI Podgorica í Svartfjallalandi.

Tölfræði leiks