Lykilleikmaður 6. umferðar Subway deildar kvenna var leikmaður Fjölnis Sanja Orozovic.
Í miklum seiglusigri Fjölnis á nýliðum Grindavíkur var Sanja besti leikmaður vallarins þegar á reyndi. Á um 25 mínútum spiluðum skilaði hún 19 stigum, 8 fráköstum og 6 stoðsendingum, en hún fór heldur betur í gang þegar að mest á reyndi. Skoraði meirihluta stiga sinna í seinni hluta leiksins og sex mikilvæg stig á lokamínútunum þegar að leikurinn var í járnum og hefði í raun geta dottið hvoru megin.

Lykilleikmenn:
- umferð – Ameryst Alston / Val
- umferð – Ameryst Alston / Val
- umferð – Daniela Wallen Morillo / Keflavík
- umferð – Anna Ingunn Svansdóttir / Keflavík
- umferð – Aliyah A’taeya Collier / Njarðvík
- umferð – Sanja Orozovic / Fjölnir