Lykilleikmaður fjórðu umferðar Subway deildar kvenna var leikmaður Keflavíkur Anna Ingunn Svansdóttir.
Í nokkuð sterkum sigri Keflavík á nýliðum Grindavíkur var Anna Ingunn besti leikmaður vallarins. Á rúmum 25 mínútum spiluðum skilaði hún 27 stigum, 5 stoðsendingum og 3 stolnum boltum. Þá var hún einkar skilvirk í leiknum, setur niður 5 af 9 úr djúpinu og er í heildina með 27 framlagsstig fyrir frammistöðuna.

Lykilleikmenn:
- umferð – Ameryst Alston / Val
- umferð – Ameryst Alston / Val
- umferð – Daniela Wallen Morillo / Keflavík
- umferð – Anna Ingunn Svansdóttir / Keflavík