Króksamót Tindastóls verður haldið laugardaginn 23. október.

Þá verður blásið til körfuboltaveislu fyrir iðkendur á aldrinum 6-11 ára.

Þátttakendur á Króksamótinu fá verðlaunapening, glaðning, pizzuveislu og frítt verður fyrir keppendur í Sundlaug Sauðárkróks þessa helgi.

Skráning í mótið er hafin á kroksamot@gmail.com.

Hægt er að sjá frekari upplýsingar hér fyrir neðan.