Þór Akureyri hefur sagt upp samningi sínum við þá Jordan Connors og Jonathan Lawton og munu þeir báðir vera á förum til síns heima samkvæmt staðarmiðlinum akureyri.net.

Báðir hafa þeir verið mikið meiddir og ekki getað hjálpað Þórsurum það sem af er deildarkeppni, en Þór situr í neðsta sæti deildarinnar stigalausir eftir fyrstu fjórar umferðirnar. Jonathan meiddist í fyrstu umferð Subway deildarinnar, en Jordan nokkru seinna í VÍS bikarkeppninni.

Samkvæmt heimildum mun félagið innan tíðar semja við tvo leikmenn í stað þeirra tveggja.