Jón Axel Guðmundsson og Fortitudo Bologna lögðu í kvöld lið Pesaro í úrvalsdeildinni á Ítalíu, 87-66.

Eftir leikinn er Bologna með einn sigur og tvö töp það sem af er tímabili, en þeir sitja í 8.-14. sæti deildarinnar.

Jón Axel var framlagshæstur í liði Bologna í dag, á 31 mínútu spilaðri skilaði hann 9 stigum, 3 fráköstum og 11 stoðsendingum.

Næsti leikur Bologna í deildinni er komandi föstudag 15. október gegn Brindisi.

Tölfræði leiks