Leikur meistara meistaranna fer fram í Þorlákshöfn í dag, en í honum mætast Íslandsmeistarar og bikarmeistarar síðasta tímabils.

Í honum taka Íslandsmeistarar síðasta tímabils Þór Þorlákshöfn á móti nýkrýndum VÍS bikarmeisturum Njarðvíkur.

Þórsarar tryggðu sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil fyrr í sumar eftir glæsilegt úrslitaeinvígi gegn Keflavík. Njarðvíkingar unnu Stjörnuna hinsvegar nú í september í úrslitum VÍS bikarkeppninnar 2021, en titillinn var sá fyrsti sem félagið vann í 15 ár.

Leikur dagsins

Meistarar meistaranna

Þór Njarðvík – kl. 19:45