Höttur lagði nýliða ÍA fyrr í kvöld í fyrstu deild karla, 114-74.

Hattarmenn eftir í deildinni ásamt Hetti og Sindra með 10 stig eftir leikinn á meðan að ÍA er í 9.-10. sætinu ásamt Skallagrím, enn án sigurs.

Leikurinn var styrktarleikur fyrir fjölskyldu Birnu Bjarkar Reynisdóttur, en ekki aðeins mun allur ágóði miðasölu renna til fjölskyldunnar, einnig mun liðið spila í sérstökum búningum sem boðnir eru upp eftir leik. Allar frekari upplýsingar um hvernig taka megi þátt í söfnuninni er að finna hér.

Gangur leiks

Heimamenn í Hetti voru með öll völd á vellinum frá fyrstu mínútu. Leiða eftir fyrsta leikhluta með 16 stigum, 29-13. Gestirnir ná þó aðeins betri tökum á leiknum undir lok fyrri hálfleiksins, en munurinn þó enn 17 stig þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 57-40.

Í upphafi seinni hálfleiksins má segja að heimamenn hafi gert útum leikinn. Með góðum 28-13 þriðja leikhluta koma þeir forystu sinni í 32 stig fyrir lokaleikhlutann 85-53. Eftirleikurinn að er virtist nokkuð auðveldur fyrir heimamenn, sem vinna að lokum með 40 stigum, 114-74.

Tölfræðin lýgur ekki

Höttur vann frákastabaráttu kvöldsins nokkuð örugglega. Taka 58 á móti aðeins 40 fráköstum hjá ÍA.

Atkvæðamestir

Timothy Guers var atkvæðamestur fyrir Hött í leiknum með 25 stig og 6 fráköst. Þá bætti David Guardia Ramos við 16 stigum og 11 fráköstum.

Fyrir gestina var Christopher Khalid Clover atkvæðamestur með 22 stig og 13 fráköst og Nestor Elijah Saa var með 27 stig og 5 fráköst.

Tölfræði leiks

Önnur úrslit kvöldsins

Umfjöllun / Pétur Guðmundsson

Mynd / Hottur FB