Haukar tryggðu sér fyrir helgina sæti í riðlakeppni EuroCup keppninnar með samanlögðum 157-160 sigri á Sportiva frá Portúgal.

Leikmaður Hauka Helena Sverrisdóttir átti hreint stórkostlegan dag í seinni leik liðanna þar sem hún skilaði 32 stigum, 3 fráköstum og 3 stoðsendingum.

Svo góð var frammistaða Helenu að FIBA tilnefndi hana í lið undankeppninnar. Þar er hún ásamt Kolby Morgan frá Idare, Nausia Woolfolk frá Sportiva, Kalani Brown frá Hatayspor og Brittany Brewer frá Liege.

Hérna er hægt að kjósa Helenu í þessu liði undankeppninnar